Stjörnu-Sævar í heimsókn

Sævar Helgi Bragason, stundum kallaður Stjörnu-Sævar heimsótti 4. - 6. bekk í Brekkuskóla föstudaginn 15. desember.
Hann var að gefa út vísindabók sem er hugsuð fyrir ungmenni frá 10-11 ára aldri og upp úr en líka fullorðna, þ.e. frá 4-5. bekk upp í 10. bekk. Hann var með stutta fræðslu og kynningu í skólunum á Akureyri og náði örugglega að kveikja áhuga á vísindum hjá einhverjum.