Stóra upplestrarkeppnin 2021

Stóra upplestrarkeppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu. Aðalkeppnin fór fram í Menntaskólanum á Akureyri 10. mars. Fyrir hönd Brekkuskóla kepptu þau Birkir Kári Helgason og Snædís Hanna Jensdóttir. Til vara voru þeir Heiðar Húni Jónsson og Starkaður Björnsson. Lesarar stóðu sig með stakri prýði og var þetta góð skemmtun.