Þemadagar - Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Dagana 11. - 12. maí voru þemadagar í Brekkuskóla tileinkaðir Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.  Nemendur kynntu sér heimsmarkmiðin og unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við þau.  Afraksturinn má m.a. sjá á heimasíðu verkefnisins     heimsmarkmid.com  en nemendur ásamt kennara sáu um að búa til síðuna og setja efni inn á hana. Síðan er enn í vinnslu og má búast við að fleiri myndir og verkefni komi inn á næstu dögum.