Útivistardagur 14. september 2017

Fimmtudaginn 14. september verður útivistardagur hjá Brekkuskóla, þá má gera ráð fyrir að hefðbundin stundatafla taki breytingum og að nemendur komi heim að lokinni útiveru.  Nemendur í 1.-3. bekk ljúka skóladegi kl. 13:10 að venju og Frístund verður opin fyrir þá sem þar eru skráðir. Nemendur fara í fjölbreyttar ferðir með starfsfólki skólans, ýmist hjólandi eða gangandi.  Umsjónarkennarar í hverjum árgangi senda nánari upplýsingar.  Þennan dag er mikilvægt að vera klæddur eftir veðri og hafa með sér gott nesti í góðum poka. Skólatöskur verða óþarfar þennan dag.