Útivistardagur 4. mars

Fimmtudaginn 4. mars verður útivistardagur í Brekkuskóla.

Að þessu sinni er 5. – 10. bekk boðið í Hlíðarfjall. 
1. – 2. bekkur stefnir á að fara í gönguferð og fá foreldrar nánari upplýsingar þegar nær dregur. 
3. - 4. bekkur fer í Kjarnaskóg.

Nemendur í 1. - 3. bekk ljúka skóladegi kl. 13:10  Frístund er opin fyrir nemendur sem eru skráðir.
Nemendur í 4. – 10. bekk ljúka skóladegi um hádegi, matur fyrir þá sem eru skráðir í mat.   

Þær lyftur sem opnar verða eru: Töfrateppið, Hólabraut, Skálabraut og Hjallabraut. Aðrar lyftur fylgja hefðbundnum opnunartíma Hlíðarfjalls. 

  • Nemendur þurfa nú ekki að skila leigubúnaði um leið og skipulagðri dagskrá lýkur. Þeir geta haldið honum út daginn og leigt fyrir 2.000 kr. sem er sama gjald og greitt er fyrir leigu á búnaði í skíða- og brettaskólanum.

Ef nemendur ætla að verða eftir í Hlíðafjalli verður að koma samþykki frá foreldrum til umsjónarkennara og þá eru nemendur á eigin vegum í fjallinu. 

  • Lyftukortin gilda allan daginn en nemendur sem ætla að vera lengur þurfa að koma með eða kaupa sér vasakort til að færa lyftumiðann á og kostar kortið 1.000 kr.  


Nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri. Húfa, vettlingar, hlífðarbuxur og hjálmur mega ekki gleymast og muna eftir nestinu. Vakin er athygli á því að veður og færi geta breyst á skömmum tíma og verða þá allir að taka mið af því - en spáin er nokkuð góð:-) 

Hádegismatur verður snæddur í skólanum. 

Nemendur mæta í skólastofur klukkan 8.

Farið verður með rútum frá skólanum sem hér segir:
8. - 10. bekkur kl. 08:15
5. - 7. bekkur kl. 08:45
3. – 4. bekkur kl. 08:45 

Lagt verður af stað úr Kjarnaskógi kl. 12:00
Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir:
5. - 7. bekkur kl. 12: 00
8. - 10. bekkur kl. 12:30

Með útivistarkveðju úr skólanum!