Útivistardagur 7. september 2022

Brekkuskóli verður með útivistardag 7. september.  Árgangar munu njóta margvíslegrar útiveru eins og sjá má á upptalningunni hér: 

 1. bekkur fer í Lystigarðinn og róló í Suðurbyggð

2. bekkur fer í Naustaborgir

3. bekkur fer í Matjurtagarða Akureyrar og tekur upp kartöflur

4. bekkur fer á golfvöllinn og fær kynningu þar

5. - 6. bekkur fer með rútum í Öxnadal og gengur upp að Hraunsvatni

7- 10. bekkur fer í gönguferð, í boði verða tvær leiðir Súlur og Stífluhringur

Nánari upplýsingar má nálgast í vikupóstum frá hverjum árgangi.