Viðurkenning fræðsluráðs

Miðvikudaginn 2. júní boðaði fræðsluráð Akureyrarbæjar til samkomu í sal Brekkuskóla. Þar sem nemendum, kennurum og starfsfólki við skóla Akureyrarbæjar var veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þrír aðilar frá Brekkuskóla hlutu viðurkenningu.

Lobna Kamoune nemandi í 8. bekk hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarnadi árangur í íslenskunámi, frumkvæði og jákvæðni. 

Arna Benný Harðardóttir kennari hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi starfshætti.

Guðrún Íris Valsdóttir sérkennari hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi starfshætti.

Við í Brekkuskóla erum afar stolt af okkar fólki.