Vorgrill 2024

Vorgrilldagur var haldinn með nokkuð hefðbundnum hætti í Brekkuskóla 3. júní þar sem nemendur fóru í leiki á skólalóð.  Það sem var þó öðruvísi var veðrið og má sjá það á þeim myndum sem teknar voru.  Deginum lauk með pylsuáti og hátíð innanhúss þar sem Heimir Ingimarsson spilaði og stýrði fjöldasöng.