Vorskóli

Vorskóli verður dagana 22. og 23. maí fyrir nemendur sem hefja nám í 1. bekk í Brekkuskóla haustið 2019.  Nemendur koma í fylgd forráðamanna og dvelja í skólanum frá kl. 14-15:30 báða dagana.  Fyrri daginn verður byrjað á sal með foreldrum og nemendum og svo fara nemendur með kennurum niður í stofur en foreldrar sitja áfram og fá kynningu frá stjórnendum.

Tilgangur heimsóknarinnar er að nemendur og kennarar hittist í fyrsta skipti í skólanum og geti rætt saman um það sem bíður þeirra í haust. Leitast verður við að hafa stundina notalega þar sem kennarar lesa fyrir börnin og gefa þeim kost á að spreyta sig á einföldum verkefnum. Börnin fara einnig í leik á skólalóð. 

Hér er blöðungur með gagnlegum upplýsingum um skólabyrjun í grunnskóla.