1-3-5-8 Foreldrafundir

Í Brekkuskóla er komin hefð fyrir sérstökum foreldrafundum í fjórum árgöngum og er meginmarkmiðið að foreldrahópurinn kynnist. Sterkur foreldrahópur getur í sameiningu tekið á málum sem upp geta komið og leyst á farsælan hátt. Jafnframt er verið að hrista hópinn saman og hafa gaman sem er ekki síður mikilvægt. 

Fyrra skiptið mæta foreldrar á sal og þar mun Sigríður Ingadóttir og stjórnendur Brekkuskóla vera með erindi um skólann, samskipti nemenda, Uppbyggingarstefnuna o.fl. 

Seinna skiptið mæta foreldar og nemendur. Haldið verður áfram með létt hópefli og síðan verður haldinn bekkjarfundur þar sem foreldrar fá tækifæri til að ræða saman.
Á meðan foreldrar funda eru nemendur í 1. bekk með íþróttakennurum skólans í leikjum á skólalóð.

Dagsetningar hjá 1. bekk
Föstudagur  13. september kl. 08:00-09:00 og þriðjudagur 24. september kl. 16:30-17:30

Dagsetning hjá 3. bekk
Fimmtudagur 12. september kl. 16:30-17:30

Dagsetningar hjá 5. bekk:
Miðvikudagur 17. september kl. 08:00-09:00 og miðvikudagur 25. september kl. 16:30-17:30

Dagsetningar hjá 8. bekk:
Miðvikudagur 18. september kl. 08:00-09:00 og fimmtudagur 26. september kl. 16:30-17:30