100 daga hátíð :-)

Nemendur og starfsfólk hélt daginn hátíðlegan með því að fara í skrúðgöngu um skólann og gæða sér á góðgæti sem nemendur söfnuðu í skreytta bréfpoka. Unnið var á fjölbreyttan hátt með tugi og auðvitað 100 og var skólinn skreyttur í tilefni dagsins.  Við óskum nemendum í 1. bekk innilega til hamingju með daginn.