100 daga hátíð hjá 1. bekk

Í dag er haldið upp á það að 100 dagar eru liðnir af skólagöngu barna í 1. bekk.  Það eru allir í hátíðarskapi og ætla nemendur m.a að telja góðgæti í poka 10x10 stk. eða samtals 100. Unnið hefur verið með einingar, tugi og eitt hundrað á marga aðra vegu og strax frá fyrsta skóladegi voru skóladagarnir taldir. Nemendur hafa skreytt skólann og munu láta vita af sér þegar þeir fara um skólann syngjandi og skemmta þannig sjálfum sér og öðrum:-)