3. sætið í Samfés

Við í Brekkuskóla óskum Gísla Frey Sigurðssyni til hamingju með frábæran árangur í söngvakeppni Samfés 2021.  Gísli Freyr  fór sem fulltrúi félagsmiðstöðvarinnarTróju á Akureyri og lenti í þriðja sæti.  Í söngkeppni Samfés keppa unglingar af öllu landinu. Haldnar voru forkeppnir og landshlutakeppnir og voru 30 atriði valin til að keppa í úrslitum.