Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla -fræðsla-vöfflukaffi Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn þriðjudagskvöldið 11. október í hátíðarsal Brekkuskóla klukkan 20.  Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa munum við fá góða gesti á fundinn. Kjartan Ólafsson, lektor við HA flytur erindið: „Snjöll tæki í ósnjöllum höndum?"  og Helena Sigurðardóttir og Margrét Þóra Einarsdóttir, kennarar við Brekkuskóla flytja erindið: „Að nýta tækni til náms“ en þær eru frumkvöðlar á þessu sviði í grunnskólunum og hafa víða kynnt sína starfshætti. Undir liðnum: Önnur mál verður rætt sérstaklega um umferðaröryggi við Brekkuskóla  Í Brekkuskóla starfar mjög öflugur foreldrahópur sem er annt um velferð og nám nemenda í skólanum. Mæting á aðalfundi foreldrafélagsins er nánast skylda og viljum við ítreka að ætlast er til að öll heimili sendi frá sér einn fulltrúa á fundinn.    Stjórn foreldrafélagsins er ekki fullmönnuð og vel er tekið á móti öllum þeim sem hafa samband við stjórnina ( Bergljót: 892-2737) og vilja taka þátt í starfinu í vetur. Nemendur í 7. bekk standa nú fyrir fjáröflun vegna námsferðar í Reykjaskóla og munu framreiða ljúffengar vöfflur og kaffi gegn vægu gjaldi (500 kr.) Hlökkum til að sjá ykkur