Allt skólahald fellur niður í dag

Skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og Tónlistarskólanum fellur niður í allan dag, miðvikudaginn 11. desember, vegna veðurs og ófærðar.

Enn er rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra, veður gengur ekki niður fyrr en síðar í dag og víðast hvar er ófært um götur bæjarins.