Árshátíð Brekkuskóla 7. nóvember 2019

Árshátíð Brekkuskóla 7. nóvember 2019

Sýningaplan má sjá hér. Tekið skal fram að ekki kostar inn á sýningarnar.

Kaffihlaðborð verður í boði frá kl. 11: 15 – 17:30. Verð fyrir fullorðna 1500 kr. Verð fyrir börn á grunnskólaaldri 500. Börn á leikskólaaldri fá frítt á hlaðborðið. Ágóði af kaffihlaðborði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.

Stuttmyndasýning 9. og 10. bekkjar verður í stofu 304. 
Sýningartími:

  • 11:30
  • 13:30
  • 16:30

Ævintýraveröld opið kl. 11:15 – 17:00. Miðaverð 100 kr.

  • Hlutaveltan er inni í stofu 311 (einn miði)
  • Draugahús í stofu 313 (tveir miðar)
  • Þrautir í stofu 314 (einn miði)
  • Andlitsmálun í stofu 316 (einn miði )
  • Naglalökkun í stofu 316 (einn miði )
  • Spákona í stofu 315 (einn miði )

Ágóði af ævintýraveröld rennur í ferðasjóð 6. bekkjar vegna Reykjaferðar nk. vetur.

Til stendur að 10.bekkur selji skólapeysur merktar nafni barns og Brekkuskóla. Peysan kostar 6500 kr. Hægt verður að máta peysur og gera pöntun á árshátíðardeginum. Ágóði peysusölu rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.