Björt í sumarhúsi

1. – 3. bekkur í Brekkuskóla fékk skemmtilega heimsókn í dag á vegum List fyrir alla. Þetta var sýningin Björt í sumarhúsi sem er söngleikur fyrir börn eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns sem byggir á ljóðum úr bókinni ,,Gælur, fælur og þvælur”. Valgerður Guðnadóttir sá um leik og söng en Hrönn Þráinsdóttir spilaði undir á píanó.