Í dag fengu nemendur í 2. bekk afhenta bókagjöf frá Eyrúnu Gígju Káradóttur höfundi bókarinnar Ada og afmælisgjöfin.
Eyrún Gígja frétti af því að börnin í 2. bekk væru að vinna með bókina hennar í Byrjendalæsi og langaði að gleðja þau með þessari fallegu gjöf. Hvert barn fær áritaða bók að gjöf frá henni. Það er skemmtilegt að segja frá því að á morgun fer 2. bekkur í Naustaborgir og munu börnin meðal annars skoða umhverfið þar með blómin í bókinni í huga.
Brekkuskóli og nemendur í 2. bekk þakka kærlega fyrir þessa fallegu gjöf!
| 
 v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is  | 
 Skrifstofa skólans er opin frá   | 
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is