Brekkuskólaleikar 2018

Það er líf og fjör í Brekkuskóla þessa dagana. Brekkuskólaleikarnir eru haldnir hátíðlegir. Þriðjudaginn 8. maí og miðvikudaginn 9. maí  fram að hádegismat eru nemendur skólans að taka þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum. Má þar nefna júdó, boccia, dans, golf, panna, pókó, körfubolti, dodgeball, paintball og sund. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.