Brekkuskóli bestur í skák á landsbyggðinni!

Um helgina var Íslandsmót barnaskólasveita (4-7. bekk) og grunnskólasveita (8-10. bekk) í skák háð í Rimaskóla í Reykjavík.  Í yngri flokknum var sveitin skipuð piltum úr 6. bekk. Þeir höfnuðu í 10. sæti af 31 eftir að hafa verið í námunda við toppinn undir lok mótsins, en töpuðu í lokaumferðinni fyrir Vatnsendaskóla sem hafnaði í 2. sæti. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir bestan árangur sveitar af landsbyggðinni og var Brekkuskólasveitin í nokkrum sérflokki meðal þeirra 10 sveita sem komu frá skólum utan höfðuborgarsvæðisins og vann þessi verðlaun. Sveitina skipuðu þeir Sigurður Hólmgrímsson, Egill Ásberg Magnason, Helgi Kort Gíslason, Heiðar Gauti Leósson og Jesper Tói Tómasson. Sveitin fékk 18 vinninga í 32 skákum og náði Jesper Tói flestum vinningum í hús, eða 5.  
Í eldri flokknum var sveitin skipuð fjórum piltum úr 8. bekk og hafnaði sveitin í 10. sæti af 20; fékk 13,5 vinninga af 28. Sveitina skipuðu þeir Tobias Þórarinn Matharel, Gunnar Logi Guðrúnarson, Goði Svarfdal Héðinsson og Hinrik Hjörleifsson. Þeir Gunnar Logi og Goði fengu báðir fjóra vinninga úr sjö skákum.  Einnig fékk sveitin verðlaun fyrir bestan árangur landsbyggðarsveita eftir harða baráttu við Flúðaskóla.  Við þetta má bæta að fyrr í vetur tók sveit stúlkna úr 5. bekk í þátt í Íslandsmóti stúlknasveita og náði þar tilskildum árangri; urðu efstar sveita utan af landi! Sveitina skipuðu þær Inga Karen Björgvinsdóttir, Yrsa Sif Hinriksdóttir, Unnur Erna Atladóttir, Hrafnheiður Guðmundsdóttir.  Það má því með sanni segja að Brekkuskóli hafi á að skipa öflugum skáksveitum.