Brekkuskóla gekk vel á Íslandsmóti grunnskólasveita í skák

Íslandsmót gunnskólasveita stúlkna fór fram í Reykjavík laugardaginn 30. janúar. Sveit brekkuskólastúlkna sem er að æfa hjá Skákfélaginu skellti sér suður um morguninn og tók þátt í flokki 3-5. bekkjar ásamt 14 öðrum sveitum. Sveitin var í toppbaráttu allan tíman og hafnaði að lokum í fjórða sæti, sem verður að teljast mjög gott. Sveitina skipuðu Alexía Lív Heimisdóttir, Stella Kristín Júlíusdóttir og Ingibjörg Urður Ögludóttir Dowling. Liðstjóri var Elsa María Kristínardóttir. 

Við óskum sveitinni innilega til hamingju með árangurinn!