Breytt skipulag næstu daga

 

Búið er að hólfaskipta skólanum enn frekar þannig að börnunum verður kennt í hópum. 1. – 7. bekkur verður í staðnámi hér í skólanum en 8. -10. bekkur verður í fjarnámi næstu daga, þetta skipulag verður endurskoðað næsta föstudag.  Æskilegt er að nemendur í 5. -7. bekk komi með grímur.  Skólinn útvegar grímur ef vantar.  

Nemendur í 1. – 7. bekk koma inn í skólann samkvæmt neðangreindu skipulagi:

Það er nauðsynlegt að nemendur mæti á tíma sem næst þeim sem settur er í skipulagið með því erum við að lágmarka skörun hópa.

INNGANGUR C, neðsta hæð að sunnanverðu:
1.bekkur mætir kl. 8:00 og kennslu lýkur kl. 13:10 þá tekur við Frístund fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

INNGANGUR að austan neðsta hæð sem snýr að skólalóð. (ATH. venjulega ekki notaður).
2.bekkur mætir kl. 8:00 og kennslu lýkur kl. 13:10 þá tekur við Frístund fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

INNGANGUR B að norðanverðu:
3. bekkur mætir kl. 8:00 og fer heim kl. 13:10, því miður verður ekki hægt að bjóða upp á Frístund fyrir 3. bekk á meðan þetta skipulag er í gildi.  
5. bekkur mætir kl. 8:05 og fer heim kl. 12:00.
6. bekkur mætir kl. 8:15 og fer heim kl. 12:20.

 INNGANGUR A – AÐALINNGANGUR
4. bekkur mætir kl. 8:00 og fer heim k. 12:00.
7. bekkur mætir kl. 8:15 og fer heim kl. 12:10.

Einungis verður boðið upp á hádegismat fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og ekki verður afgreiðsla á ávöxtum og mjólk.  Hafragrautur verður ekki í boði.  Því þurfa nemendur að koma með nesti að heiman og mjög gott er að hafa vatnsbrúsa í skólatöskunni.  Ekki er gert ráð fyrir að nemendur noti samlokugrill eða örbylgjuofn í skólanum.

Öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum og íþrótta- og sundkennsla mun falla niður.

Öll umferð um skólann verður áfram takmörkuð eins og mögulegt er.