Fréttir

Siggi var úti...

Í tónmennt er 3. bekkur að vinna verkefni við lagið Siggi var úti með ærnar í haga.Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Íslenska fiðlan og 5. bekkur

Íslenska fiðlan  (fleiri myndir hér) Nemendur í  5. bekk að prófa að spila á íslenska fiðlu sem var fyrsta hljóðfærið sem náði útbreiðslu hér á landi  á 16. eða 17. öld. Upphaflega hefur fiðlan að líkindum verið eintrjáningur, holaður að innan, og opinn á þeirri hliðinni, er niður var látin snúa; síðar var hún gerð úr þunnum fjölum, er venjulega voru negldar saman, en stundum saumaðar saman ef þær voru mjög þunnar. Upphaflega mun hafa verið aðeins einn strengur á fiðlunum, snúinn saman úr hrosshári; síðar breyttist þetta á ýmsan hátt, strengjunum var fjölgað; stundum voru þeir úr vír, stundum úr sauðargirni og stundum voru hafðir útlendir fíólínstrengir- Upphaflega voru fiðlurnar mjög einfaldar og skrautlausar, en síðar var farið að skreyta þær nokkuð, setja skrúfur og lykla á hausinn á þeim, í líkingu við það, sem var á útlendum fíólínum. Enginn efi er á því, að fiðlurnar hafa verið með talsvert mismunandi lagi.
Lesa meira

Alþjóðlegi bangsadagurinn þri 27. okt

Nemendur í 1.-10. bekk mega koma í náttfötum og eða með bangsa. Alþjóðlegi bangsadagurinn er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum víða um heim. Dagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore(Teddy) Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta.Sagan segir að Roosevelt hafi verið mikill skotveiðimaður og eitt sinn þegar hann var á veiðum hafi hann vorkennt litlum varnalausum húni og sleppt honum. Washington Post birti skopmynd af þessu atviki.Þá varð búðareigandi einn í Brooklyn í New York svo hrifinn af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði í höfuðið á Teddy eða Teddy Bear.
Lesa meira

Haustfrí 23. og 26. október

Haustfrí Brekkuskóla verður föstudaginn 23. og mánudaginn 26. október.
Lesa meira

Brekkuskóli tekur þátt í Erasmus + verkefni.

Brekkuskóli er einn af sex skólum, frá jafnmörgum löndum, sem eru að hefja vinnu við þriggja ára samstarfsverkefni sem styrkt er af „The Erasmus + School Partnership“ (áður Comenius) og er fjármagnað af Evrópusambandinu. Dagana 13. til 16. október hittust þrettán kennarar frá samstarfslöndunum, Ítalíu, Danmörku, Wales, Spáni, Íslandi og Þýskalandi í Blücherskólanum í Wiesbaden í Þýskalandi. Af hálfu Brekkuskóla sátu Helga Sigurðardóttir og Sigríður Margrét Hlöðversdóttir fundinn. Verkefnið hefur hlotið nafnið Learn, Create and Communicate – Lærum, sköpum og spjöllum og byggir, eins og nafnið bendir til á því að nemendur læra um þjóðir og menningu samstafslandanna, skapandi hugsun og vinnubrögð og þjálfast í að hafa samskipti sín á milli í gegnum nútíma margmiðlun.
Lesa meira

Bingó í Brekkuskóla

10. bekkur heldur Bingó á sal Brekkuskóla þriðjudaginn 20. okt klukkan 18:00-20:00. Bingóspjad kr. 500.-Pylsa, gos eða svali kr. 500.-
Lesa meira

Brekkuskólapeysur

Við í 10. bekk erum að selja skólapeysur til söfnunar fyrir skólaferðalagið okkar. Hver peysa kostar 6000.- kr.                     Mátunar/pöntunardagur verður í dag fimmtudag 15. október frá kl. 16-18.    Engar peysur verða seldar eftir áramót.                                                         Greiða þarf við pöntun, því miður er enginn posi. Bestu kveðjur - peysunefndin
Lesa meira

Gullskórinn Göngum í skólann.

Gullskórinn í ár fór til 7. BG en nemendur þar komu gangandi í skólann alla dagana sem verkefnið var í gangi. Frábær frammistaða hjá þeim.
Lesa meira

Gjöf frá Íþóttafélaginu Akri

Íþróttafélagið Akur kom færandi hendi og gaf Brekkuskóla tvo forláta borðtennisspaða að gjöf.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla

Aðalfundur  foreldrafélags Brekkuskóla verður  næstkomandi þriðjudagskvöld þann 6. október í hátíðarsal Brekkuskóla klukkan 20:00. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa munum við fá góða gesti á fundinn. Jóhannes Bjarnason, íþróttakennari mun kynna stöðu íþróttakennslu við Brekkuskóla og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri mun flytja erindið"Sko, ég get alveg lesiđ en èg nenni ekki ađ lesa.“ sem byggir á meistararannsókn hennar á lestraráhuga unglingsdrengja árin 2012-2014. Ragnheiður Lilja er sérfræðingur í byrjendalæsi og því gefst einnig tækifæri til að spyrja út þá kennsluaðferð á fundinum. Í Brekkuskóla starfar mjög öflugur foreldrahópur sem er annt um velferð og nám nemenda í skólanum. Mæting á aðalfundi foreldrafélagsins er nánast skylda og viljum við ítreka að ætlast er til að öll heimili sendi frá sér einn fulltrúa á fundinn. Stjórn foreldrafélagsins er ekki fullmönnuð og vel er tekið á móti öllum þeim sem hafa samband við stjórnina ( Bergljót: 892-2737) og vilja taka þátt í starfinu í vetur. Nemendur í 7. bekk standa nú fyrir fjáröflun vegna námsferðar í Reykjaskóla og munu framreiða ljúffengar vöfflur og kaffi gegn vægu gjaldi (500 kr.)   
Lesa meira