Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru tóku nemendur í 4. – 10 bekk í Brekkuskóla þátt í verkefni sem gekk út á að þekkja fugla, plöntur og staði á Íslandi.  Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur.  Örn Heiðar Lárusson nemandi í 5. bekk náði bestum árangri og hlaut sérstök verðlaun og nafnbótina náttúrufræðingur Brekkuskóla.  Við óskum Erni Heiðari innilega til hamingju með árangurinn. Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni.