Bókagjöf 1. bekkur

Í morgun fengu nemendur í 1. bekk í hendur bréf sem þeir geta farið með á næsta almenningsbókasafn og fengið bók að gjöf.  Er þetta í þriðja sinn sem IBBY gefur öllum sex ára börnum bók.

Bókin er gefin út með stuðningi frá Lions á Íslandi, Barnavinafélaginu Sumargjöf, Norvik, Miðstöð íslenskra bókmennta og Borgarbókasafni. Bókin geymir sögur, myndir og ljóð frá fyrri tímum – sögur sem foreldrar, kennarar, ömmur og afar þekkja og munu njóta þess að kynna fyrir börnum sínum.

Samstarf bókasafna og grunnskóla um allt land tryggir svo að bókin rati til eigenda sinna og vonandi verður hún þeim gott veganesti á lestrarferðalaginu framundan.