Göngum í skólann 2023

Brekkuskóli tók þátt í átakinu göngum í skólann sem er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Átakið stóð yfir í tvær vikur. Í heildina stóðu nemendur sig mjög vel en starfsfólk hefði mátt standa sig betur!   
7. bekkur stóð sig framúrskarandi vel þessa daga og hlaut því gullskóinn til varðveislu. 

Vel gert 7. bekkur :-)