Verkefni í 10. bekk - Að stofna sitt eigið fyrirtæki

Nemendur 10.bekkjar eru að vinna verkefni í lífsleikni þar sem þeir stofna sín eigin fyrirtæki. Hugmyndin að verkefninu er runninn undan rifjum nemendanna sjálfra. Nokkrir foreldrar lögðu sitt af mörkum og komu í skólann og sögðu frá fyrirtækjum sem þeir hafa stofnað og að hverju þyrfti að hyggja þegar stofna á fyrirtæki. Nemendur hlustuðu af athygli og viljum við þakka foreldrum kærlega fyrir þeirra góða framlag til verkefnisins. Nú er bara að sjá hvort ekki kvikni hugmyndir hjá nemendunum að nýjum fyrirtækjum sem gera það gott í framtíðinni.

Hér eru nokkrar myndir frá heimsókn foreldranna.