Frjálsíþróttamót 4. bekkur vann:-)

Hið árlega frjálsíþróttamót fyrir grunnskólanemendur í 4. -7. bekk er nú í gangi.  4. bekkur í Brekkuskóla gerði sér lítið fyrir og vann sinn árgang í dag.  Það voru hressir og kátir krakkar sem komu heim með bikarinn.  Til hamingju krakkar!  Hér má sjá nokkrar myndir úr Boganum.