Stóra upplestrarkeppnin 2020

Brekkuskóli tók þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri.  Það má með sanni segja að allir keppendur hafi staðið sig vel og var unun að hlusta á fallegan upplestur hjá nemendum í grunnskólunum á Akureyri.  Fulltrúar Brekkuskóla voru þau Kristófer Lárus Jónsson og Lilja Helgudóttir varamenn voru Ingunn Rán Bjarnadóttir og Emma Bríet Tómasdóttir.  Þess má geta að nemendur úr Brekkuskóla tóku einnig þátt í tónlistarflutningi á hátíðinni.  Við erum óendanlega stolt af okkar fólki.