Erasmus +

Brekkuskóli hefur hlotið Erasmus+ styrk í samstarfi við skóla í Englandi, Finnlandi, Danmörku, Tyrklandi og á Möltu. Um er að ræða tveggja ára verkefni sem ber nafnið Active. Verkefnið felur í sér samstarf kennara og samvinnu nemenda m.a. í gegnum nemendaferðir til Finnlands, Danmerkur og Englands. Einnig munum við fá nemendur til okkar í heimsókn í nóvember 2020. Framundan er vinna að frekari mótun verkefnisins í Brekkuskóla og samstarf með meðumsækjendum okkar. Hlekkur á verkefnið með nánari upplýsingum er hér: https://active.skola.edu.mt