FAR Fest Afríka

FAR kemur nú í heimsókn í fyrsta skipti á Akureyri, tilgangurinn er að efla kynningu og aðgengi Akureyringa á þessari frábæru tónlist og dansmenningu Afríku. 

Á dagskrá FAR Fest Afríka verða skólaheimsóknir, heimsóknir á heimili eldri borgara, Skólatónleikar í Hömrum, Hofi  þar sem Grunnskólum Akureyrar býðst að koma á tónleika með hluta nemenda sinna sér að endurgjaldslausu og svo verða helgartónleikar á Græna Hattinum.  

Hér má sjá fleiri myndir af tónleikunum.