Fatamarkaður í Brekkuskóla

Föstudaginn 26. maí ætla nemendur að halda fatamarkað í Brekkuskóla.

Fatnaðurinn kemur úr fataskápum nemenda, og jafnvel aðstandenda þeirra. Ágóðinn af sölu fatnaðarins verður gefinn til Unicef í nafni nemenda Brekkuskóla.

Markaðurinn verður í portinu við aðalinngang skólans, hann hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 14:00.

Allir velkomnir 😊