Þarftu að losna við jólatré? - fjáröflun 10. bekkinga

Ágætu foreldrar

Þar sem Akureyrarbær hefur ákveðið að safna ekki saman jólatrjám í ár vilja 10.bekkingar bjóða upp á þá þjónustu að sækja jólatréð heim til ykkar og koma því í endurvinnslu.
Þetta fer þannig fram að þið pantið þjónustuna með tölvupósti á hdm@akmennt.is (Hanna Dóra), greiðið 1500 kr. inn á reikning 10. bekkinga (0162-26-105868. Kt. 410498-2009) og við komum heim til ykkar og hirðum tréð úr garðinum eftir kl. 16.00 fimmtudaginn 7. Janúar. Það er líka hægt að fá þjónustuna á föstudag en þá þarf að taka það sérstaklega fram í tölvupóstinum að sækja eigi tréð á föstudag.

Bestu kveðjur
10. bekkur