Flottur árangur Brekkuskóla á skákmóti

Íslandsmót barnaskólasveita (4-7. bekkur) fór fram í Rimaskóla í Reykjavík 23. maí 2020. Sveit fjögurra pilta úr 5. bekk Brekkuskóla var meðal þátttakenda og stóð sig með prýði. Sveitin var allan tímann að tefla við sterkustu sveitirnar í mótinu og mætti m.a. bæði Vatnsendaskóla og Landakotsskóla, sem voru tvær sterkustu sveitirnar. Í heildarkeppninni varð sveitin í 11. sæti (af 26) og varð efst sveita af landsbyggðinni. Sveitina skipuðu þeir Tobias Þórarinn Matharel, Gunnar Logi Guðrúnarson, Emil Andri Davíðsson og Baldur Thoroddsen. Þeir voru allir sínum skóla og sinni heimabyggð til sóma. 

 Sjá hér frétt Skákfélags Akureyrar