Forvarnardagurinn 3. október 2018

Í dag var forvarnardagurinn haldinn í Brekkuskóla eins og í flestum skólum landsins.  Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og er sérstaklega beint að unglingum í 9. bekk.  Nemendur í 9. bekk í Brekkuskóla ræddu í hópum um hugmyndir sínar og tillögur um æskulýðs- og íþróttastarf og fjölskyldulíf sem eflir forvarnir.

Nemendum sem fæddir eru á árunum 2002 – 2004, gefst kostur á að taka þátt í ljósmyndasamkeppni á Instagram sem kynnt verður á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #forvarnardagur18. Lokað verður fyrir leikinn þann 15. október nk. og verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar verða afhent við hátíðlega athöfn að Bessastöðum síðar á árinu.

Það er Embætti landlæknis sem stendur að deginum í samstarfi við Embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Félag framhaldsskóla, Rannsóknir og greiningu og Samband íslenskra sveitarfélaga.