Frístund veturinn 2018-2019


Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem skráðu börn sín í vor og ætla að nýta þjónustu frístundar fyrir börn sín næsta skólaár -þurfa að staðfesta skráningu. 
Staðfesta þarf dvöl í frístund með undirskrift dvalarsamnings hafi barnið ekki verið áður hér í frístund. Þeir sem eru með undirskrifaða dvalarsamninga geta sent póst með vistunartímum sem óskað er eftir. Athugið að börn geta ekki byrjað í frístund fyrr en gengið hefur verið frá dvalarsamningi og/eða póstur hafi borist með óskum um vistunartíma.
Forstöðumaður skólavistunnar og ritari verða við 15. ágúst og taka við staðfestingum. Þeir sem ekki komast þennan dag til að skrifa undir dvalarsamning hafi samband við Allý til að ákveða tíma. Símanúmer í frístund Brekkuskóla er 462-2526.