Fyrirlestur um eitthvað fallegt - leiksýning

Nemendum í 8. -10 bekk var boðið á leiksýningu í Hofi á vegum leikhópsins List fyrir alla

List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Þessi sýning sem ber heitið Fyrirlestur um eitthvað fallegt fjallar um kvíða á léttum nótum.  Nemendur okkar voru að sjálfsögðu til fyrirmyndar og nutu sýningarinnar.  

Hér má lesa nánari lýsingu á verkinu og svo eru nokkrar myndir úr Hofi hér.