Viðurkenning og gleðilegt sumar

Fimmtudaginn 14. júní, fór fram afhending á viðurkenningum Fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Úr hópi þeirra er fengu viðurkenningu voru Tumi Snær Sigurðarson nemandi og Steinunn Harpa Jónsdóttir námsráðgjafi.  Viðurkenninguna hlaut Tumi fyrir að vera framúrskarandi nemandi og góð fyrirmynd.  Steinunn hlaut viðurkenningu fyrir störf sín í valgreinanefnd ásamt þeim sem í henni sitja.  Nefndin hefur lagt sitt af mörkum við að auka fjölbreytni og val nemenda í grunnskólum Akureyrar. 

Við í Brekkuskóla óskum nemendum, foreldrum og forráðamönnum gleðilegs sumars og hlökkum til að hitta ykkur aftur í haust.