Hæfileikahátíð og páskafrí

Í gær og dag héldu nemendur á mið og unglingastigi hæfileikahátíð þar sem nemendur stigu á stokk með fjölbreytt og skemmtileg atriði. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á sviðinu og því var þetta stór áskorun fyrir marga og heilmikill lærdómur sem fólst í þátttökunni. Nemendum var svo boðið í skúffuköku að hátíðinni lokinni.

Páskaleyfi nemenda hefst í dag og mæta þeir aftur í skólann þriðjudaginn 3.apríl.

Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að nemendur, foreldrar og forráðamenn njóti frísins.