Heimanám / vefur

 

Nú er verið að keyra skert skólahald og allir að reyna að gera sitt besta. Við vitum að þetta er aukið álag á heimilin og viljum við koma til móts við nemendur eins og kostur er. Við erum búin að gera undirsíðu á heimasíðunni okkar sem heitir Heimanám / Heima- og sjálfsnám nemenda í Brekkuskóla.

Tilgangurinn með þessari síðu er að einfalda utanumhald. Hver árgangur á sinn hnapp þar sem settar eru inn vikuáætlanir sem hver og einn vinnur eftir bestu getu. Nemendur sem vinna eftir einstaklingsáætlunum halda því áfram.

Í einhverjum tilfellum eru líka sett inn verkefni. Þarna eru flýtihnappar á helstu forritin sem unglingarnir nota t.d. gmail og classroom. Að sjálfsögðu er Mentor notaður áfram. 

Flýtihnappurinn á heimasíðu Brekkuskóla heitir Heimanám- vefur

Við hvetjum nemendur og foreldra til þess að vera í góðu sambandi við kennara og ekki hika við að leita eftir aðstoð ef þarf.