Litla upplestrarkeppnin í Brekkuskóla 17. apríl 2018

Litla upplestrarkeppnin var haldin við hátíðlega athöfn á sal Brekkuskóla 17. apríl 2018.  Nemendur í 4. bekk lásu ljóð og sögur fyrir áheyrendur í sal.  Einnig voru tónlistaratriði í boði 4. bekkjar.  Nemendur stóðu sig frábærlega enda búnir að leggja mikið á sig og æfa upplestur í allan vetur.  Takk fyrir skemmtunina krakkar!