Litlu jólin hjá 1.-5. bekk

Nemendur í 1. - 5. bekk fengu að koma í fimm hollum á sal til þess að syngja og dansa í kringum jólatréð á litlu jólum Brekkuskóla. Um undirleik og söng sáu drengir í 5. bekk sem nefna sig Brekkubræður og fengu þeir styrkan stuðning frá Magna Ásgeirssyni og Þvörusleiki. 

Við þökkum þeim öllum fyrir flottan undirleik, fallega framkomu og frábær litlu jól.