Náttúrufræðingur Brekkuskóla 2022

Í Brekkuskóla er dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur með verkefni sem kallast Náttúrufræðingur Brekkuskóla. Verkefnið gengur út á að fræðast um íslenska náttúru; fugla, plöntur og landslag.  Að þessu sinni tóku nemendur í 4. - 10. bekk þátt.  Í morgun var athöfn á sal þar sem fimm nemendur skólans fengu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu og náttúrufræðingur skólans krýndur.  Að þessu sinni hlaut Anton Dagur Björgvinsson titilinn.  Hér má sjá myndir af nemendum sem fengu viðurkenningu.