Í Brekkuskóla er dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur ár hvert með verkefninu Náttúrufræðingur Brekkuskóla. Verkefnið miðar að því að auka þekkingu nemenda á íslenskri náttúru, hvort sem um er að ræða fugla, plöntur eða landslag. Nemendur í 4.–10. bekk taka þátt og að lokinni vinnu er haldin athöfn á sal skólans. Þar fá nemendur viðurkenningu fyrir góða frammistöðu og einn er útnefndur náttúrufræðingur skólans.
Að þessu sinni var það Aðalgeir Hannes Árdal sem hlaut heiðurinn.
Með honum á myndinni eru frá vinstri: Arnheiður Fanney Árnadóttir, Sigurbjörn Rökkvi Bergvinsson, Margrét Lára Rúnarsdóttir, Aðalgeir Hannes Árdal og Mikael Máni Jensson, sem öll fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is