Óbreytt fyrirkomulag í skólastarfi

Nú er búið að gefa það út að þær sóttvarnarráðstafanir sem eru í gildi verða framlengdar til 9. desember. Skólastarf í Brekkuskóla mun því halda áfram með sama hætti og nú er þann tíma.

Skólastarfið gengur vel og nemendur hafa staðið sig með mikilli prýði í breyttu skipulagi sem við gerum okkur grein fyrir að getur reynst sumum erfitt  Með því að allir leggi sig fram sem skólasamfélag Brekkuskóla hefur sannarlega gert þá gengur þetta upp.

 Bestu kveðjur úr skólanum

Skólastjórnendur