Á morgun, miðvikudag, fer fram rýmingaræfing í Brekkuskóla. Æfingin er mikilvægur liður í öryggismálum skólans og miðar að því að nemendur og starfsfólk æfi viðbrögð við neyðaraðstæðum.
Æfingin hefst þegar brunakerfi skólans fer í gang. Þá er ætlast til að allir í skólanum fylgi rýmingaráætlun og yfirgefi bygginguna á skipulagðan hátt. Nemendur og starfsfólk safnast saman á fyrir fram ákveðnum staðá skólalóðinni þar sem kennarar taka manntal.
Slíkar æfingar eru nauðsynlegur hluti af öryggismálum skólans og stuðla að því að allir viti hvernig á að bregðast við ef alvöru neyðarástand kemur upp.
Foreldrar eru beðnir að ræða við börn sín um mikilvægi æfingarinnar og að taka þátt af áhuga. Minnt er á að þó að um æfingu sé að ræða þá er nauðsynlegt að taka hana alvarlega.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is