Samtöl 27. og 28. janúar 2020

Mánudaginn 27. janúar og þriðjudaginn 28. janúar 2020 eru samtalsdagar hér  í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga.  Við höfum það fyrirkomulag við niðurröðun foreldra í samtöl að foreldrar bóka tíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is.   Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á flís sem kallast Bókun foreldraviðtala.  
Leiðbeiningar vegna bókunar í samtöl má finna á slóðinni:
https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Vefurinn lá því miður niðri um tíma í dag (21.01. 2020) en er kominn í lag og vonandi gengur þokkalega að skrá tíma.

Ef þið lendið í vandræðum eða óskið eftir aðstoð við þetta er um að gera að hafa samband við ritara skólans.  Ef þið finnið alls enga tímasetningu sem ykkur hentar biðjum við ykkur um að hafa beint samband við viðkomandi umsjónarkennara.