Símafrí í grunnskólum Akureyrar

Við í Brekkuskóla ætlum að taka okkur frí frá snjallsímum vikuna 9. - 13. desember, það ætla líka aðrir grunnskólar á Akureyri að gera.

Markmiðið er að njóta samskipta og samveru án snjallsíma í skólanum. 
Nú er tími bókarinnar og okkur langar líka til að ýta undir aðra þætti í afþreyingu, við ætlum að bjóða nemendum spil, að skoða nýjar bækur sem eru að koma út núna fyrir jólin, einnig ætlum við að finna til tímarit og skapa aðstöðu fyrir teikningu og föndur.

Skólinn mun útvega tölvur og snjalltæki eftir þörfum í kennslustundum.

Hvað þýðir símafrí?
Að nemendur taki ekki síma upp í skólanum eða á skólalóð á skólatíma, noti aðra afþreyingu í frímínútum, spjalli, spili, lesi og fari jafnvel út í frímínútum.