Skák í 3. bekk

Nemendur í 3. bekk fengu skemmtilega heimsókn þegar Hrafn Jökulsson kom og sagði þeim frá ferðum sínum til Grænlands.  Hann sýndi myndir og sagði frá landi og þjóð, skákkennslu og skákmótum sem haldin hafa verið á Grænlandi.  Í lokin var svo fjöltefli þar sem nemendur fengu að tefla við Hrafn. Hér til hliðar má sjá mynd af hrafni sem Hrafn tekur með sér í ferðalögin:-)