Skákmót hjá 3. og 4. bekk

Nemendur í þriðja og fjórða bekk Brekkuskóla hafa fengið skákkennslu í vetur hjá Áskeli Erni Kárasyni, alþjóðlegum skákmeistara. Nýlega var efnt til skákmóts fyrir þessa nemendur. Í þriðjabekkjarmótinu voru þátttakendur 22 og tefldar fjórar umferðir. Þar bar Bergur Ingi Arnarsson sigur úr býtum, vann allar sínar skákir. Jafnir í öðru sæti urðu þeir Mikael Máni Jensson og Arnar Freyr Viðarsson með þrjá vinninga.

Í fjórðabekkjarmótinu voru þátttakendur alls 36 og aftur tefldar fjórar umferðir. Þeir Emil Andri Davíðsson og Gunnar Logi Guðrúnarson unnu báðir allar sínar skákir og tefldu því lokaskák til úrslita. Þar varð Emil hlutskarpari og er því bekkjarmeistari í fjórða bekk, en Gunnar Logi hafnaði í öðru sæti. Smári Steinn Ágústsson hafnaði svo í þriðja sæti með 3½ vinning, en þau Anna Kristín Þóroddsdóttir, Baldur Thoroddsen, Björn Rúnar Halldórsson og Markuss Veidins fengu öll þrjá vinninga.